fbpx

Svar frá Eyjalistanum

Sæl veriði,

Við hjá Eyjalistanum höfum í raun ekki rætt þessi mál mikið. Sjálfur hafði ég ekki velt þessu mikið fyrir mér fyrr en að kona kom hér í morgun og við ræddum þessi mál saman. Þannig að stefna í þessum málum er ekki til hjá okkur, enn að minnsta kosti. En fyrir mitt leyti get ég sagt að mér hugnast að sveitarfélagið taki höndum saman við m.a. ykkur um að sinna þessum málaflokki. Ekki er gott að félagið hafi ekki aðstöðu til að sinna þessu, því greinilega er þörfin mikil. Ég get sagt að þegar kemur að því að móta einhverja dýraverndunarstefnu er best að gera það í samráði við þá aðila sem hafa mesta þekkingu á þessu sviði.
Kv. Njáll.