Heil og sæl.
Það er ótrúlega mikilvægt og þarft starf sem er unnið hjá samtökum eins og ykkar. Við í Miðflokknum erum afar fylgjandi dýravernd og dýrahjálp og teljum að það þurfi að styðja vel við þessa málaflokka. Það þarf að huga vel að vergangs- og villtum dýrum og reyna að halda áfram með og bæta það góða starf sem nú þegar er verið að vinna til að reyna að hlúa að þeim dýrum en einnig þarf að reyna að koma í veg fyrir að fleiri dýr fari á vergang. Einnig þarf að huga vel að gæludýraeigendum og viljum við m.a. koma upp skipulögðu hundasvæði með góðri aðstöðu fyrir hundaeigendur. Við höfum ekki mótað okkur beint sérstaka stefnu í dýravelferðarmálum enda flokkurinn ungur og ekki búið að fullmóta öll stefnumál enn. Hitt er annað mál að við höfum rætt þetta okkar á milli og erum við öll sammála um að þetta er eitthvað sem má ekki gleymast og þarf að hlúa að. Við værum gjarnan til í að koma í heimsókn til ykkar við tækifæri og kynna okkur betur starfsemi ykkar.
Fyrir hönd Miðflokksins í Hafnarfirði, Bjarney Grendal