fbpx

Svar BF Viðreisn Kópavogi

Okkur í BF Viðreisn er umhugað um velferð dýra, bæði gæludýra sem og þeirra sem lifa villt og á vergangi. Við viljum leyfa dýrahald í fjölbýli í húseignum á vegum Kópavogsbæjar því það þykir sannað þykir að tengsl við dýr veita fólki gleði og huggun. Við stefnum líka á að koma upp hundagerðum í bæjarfélaginu á nokkrum stöðum svo ekki þurfi að fara um langan veg til þess að leyfa besta vininum að spretta aðeins úr spori.

Við höfum ekki enn sett okkur formlega dýraverndunarstefnu en við styðjumst við lög um velferð dýra frá 2013 nr 55 og markmið þeirra, sbr., 1 grein laganna. Við vilja vinna með dýraverndunarsamtökum og félögum sem koma að dýravelferð í landinu. Samtökin Villikettir hafa unnið mikið og gott starf við að tryggja velferð katta. Bæði týndra heimiliskatta sem og villikatta, TNR er að okkar mati mannúðleg aðferð við fækkun villikatta.

Bestu kveðjur,

BF Viðreisn