fbpx

16. október 2018 – Alþjóðlegur dagur villikatta, Vefverslun opnar :)

Þriðjudaginn 16. október þá fögnum við Alþjóðlegum degi Villikatta – Global Cat day sem áður var kallaður National Feral Cat Day.   Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að minna okkur á að hlúa að villi- og vergangskisum um allan heim.  Í tilefni dagsins þá hefur félagið Villikettir opnað vefverslun sem selur ýmsar vörur sem eru framleiddar af félaginu í samstarfi við Maríu Kristu Hreiðarsdóttur, hönnuð og rekstrarstjóra Kristukots í Hafnarfirði 🙂

Vefverslunin er lítil og krúttleg og hefur upp á að bjóða ýmsar vörur sem minna okkur á villingana okkar sem við erum að bjarga daglega.  Til að byrja með erum við með til sölu Jólamerkimiða með fallegum myndum af kisum sem við höfum bjargað, og eins samstæðuspil með fallegum kisumyndum af skjólstæðingum okkar.   Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hægt er að lauma í jólapakkann til ástvina sem eiga allt <3   og svo er hægt að styrkja félagið með föstum upphæðum á einfaldan hátt í gegnum vefverslunina.

Fleiri vörur munu bætast við á næstu vikum s.s. bolir, taupokar, óróar og fleira skemmtilegt 🙂

Allur ágóði rennur til félagsins Villikatta og fer í að reka félagið, hlúa að villi- og vergansköttum, greiða lækniskostnað, mat og fleira.   Allir fjármunir sem safnast fara beint til villikattanna þar sem starfið er eingöngu unnið í sjálfboðavinnu.

Smelltu til að skoða vefverslunina.  Það er hægt að velja um tvær greiðsluleiðir,  með greiðslukortum eða millifærslu.  Eins er hægt að velja um tvær leiðir til að fá vöruna, pósti eða sækja í verslun Systra og Maka við Síðumúla 21 í Reykjavík – þá þarf að sýna greiðslukvittun til að fá vöruna afhenta.

https://www.villikettir.is/shop/