fbpx

Hveragerði gerir samning við Villiketti

Hveragerðisbær hefur undirritað samning við Villiketti um að hlúa að villi og vergangsköttum í sveitafélaginu.  Félagið mun sjá um að fanga – gelda – skila (TNR) öllum villiköttum sem nást í sveitafélaginu, hlúa svo að þeim með matargjöfum og skjóli.  Einnig mun félagið taka inn alla kettlinga sem finnast og nást og finna þeim heimili.  Félagið er líka að taka inn vergangsketti sem finnast og þarfnast hjálpar.

Hveragerðisbær er 5. sveitafélagið sem gerir samning við Villiketti 🙂

Myndin er tekin við undirritun samnings, frá vinstri:  Aldís bæjarstjóri Hveragerðis, Arndís Björg formaður Villikatta, Ása Nanna sjálfboðaliði á Suðurlandi og Áslaug stjórnarkona í Villiköttum.