fbpx

Matur fyrir villiketti

Nú er vetur konungur genginn í garð og harðnar á dalnum hjá villiköttum. Félagið er með fastar matargjafir á þó nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem við sinnum villingunum okkar. Nú er staðan sú að matarbirgðir félagsins eru nánast á þrotum og leitum við því til ykkar kisuvina um aðstoð. Allur kisumatur er vel þeginn bæði blautmatur og þurrmatur. Ef þið eruð aflögufær þá hefur verslunin Gæludýr.is á Smáratorgi tekið við gjöfum til okkar.