fbpx

Nebbi – Suðurland

Nebbi - Suðurland

Nafn: Nebbi

Kyn: Fress

Litur: Svartur og hvítur

Aldur:  Um 10 ára

Persónuleiki: Ljúfur

Matargat

Hver er tilbúinn að gefa Nebba stóra gjöf, sem endist út lífið? Sagan hans hjá okkur er löng. Við kynntumst honum fyrst í júlí 2018. Þá fréttum við að hann væri á vergangi og búinn að vera lengi. Hann átti skjól hjá góðri konu, sem gaf honum að éta úti. Teljum öruggt að hann hafi verið yfirgefinn þarna í nágrenninu og sé orðinn nærri 10 ára núna.

Hann var illa til reika, allur í flækjum og okkur sýndist vanta á hann eina tána og kölluðum hann Tása. Þá var hann settur í geldingu, eyrnaklipptur, rakaður og snyrtur. Í gegnum árin höfum við alltaf fylgst með, fengið fallega jólakveðju frá honum á hverju ári. Enda ákvað hann sjálfur að flytja inn til matmóður sinnar, sem hann elskaði.

En aðstæður breyttust og aftur þurftum við að sækja vininn sem nú hét orðið Nebbi. Nú er hann búinn að fá snyrtingu og fara í tvær tannaðgerðir.

Nebbi hefur aðlagast innilífinu vel, elskar góðan mat, blíðar strokur og kembing er hans uppáhald. Hann er að æfa sig í að vera tekinn í fangið, leyfir magaklór og malar án afláts. Hann hefur kynnst kisum hjá okkur, elskað sumar en ekki allar. Þess vegna höldum við að hann sé best kominn á kisulaust heimili, sem inniköttur eða með möguleika á útivist þegar hann hefur aðlagast vel. Hann getur virkað styggur, hatar að fara í ferðabúr, en hegðar sér eins og hundur, sem vill liggja við fætur manns og fá klór. Eða liggja hjá sinni manneskju og mala.

Nebbi er geldur, örmerktur, ormahreinsaður, bólusettur og tilbúin á framtíðarheimili. Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bjóða Nebba okkar öruggt og ástríkt heimili.