fbpx

Rebbi – höfuðborgarsvæðið

Rebbi - Höfuðborgarsvæðið

Nafn: Rebbi

Kyn: Fress

Litur: Rauður og hvítur

Aldur: u.þ.b. 2,5 ára

Persónuleiki: Líflegur og leikglaður

Forvitinn 

Hentar ekki á heimili með börnum

Rebbi var fæddur úti og kom til Villikatta um 13 vikna gamall. Hann hefur verið á fósturheimili þar sem gengið hefur mjög vel að manna hann. Hann vill þó ekki láta halda á sér og er ekki mikið fyrir klapp en er smám saman að koma til og mun örugglega þyggja knús og klapp á heimili þar sem hann fær ást, athygli og umhyggu.

Rebbi elskar aðrar kisur og eltir þær á röndum. Hann er mikill spjallari og lætur vita þegar hann er svangur. Hann kúrir í sófanum hjá fóstrunni á meðan hún horfir á sjónvarpið og sefur til fóta hjá henni á nóttunni. Hann er snyrtilegur og hefur mjög gaman að því að leika og er plastrusl uppáhalds dótið hans.

Rebbi er geldur, örmerktur, ormahreinsaður, bólusettur og tilbúinn á framtíðarheimili. Hann er yndislegur, glæsilegur og lífsglaður köttur sem yrði hverri fjölskyldu dýrmætur meðlimur um ókomin ár. Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bjóða Rebba okkar öruggt og ástríkt heimili þar sem nóg er um að vera og hann fær alla þá athygli sem hann á skilið.

Name: Rebbi

Sex: Male

Color: Orange and white

Age: about 2,5 years

Personality: Lively and playful

Curious

Does not suit in a home with children

Rebbi was born outside and came into our care about 13 weeks old. Since then he has been in a foster home that has managed successfully to socialize him. He still is not fond of being held and he still doesn’t love receiving pets, but he surprises his foster family every day and we believe that in the right home, where he will receive lots of love and care, he will blossom.

Rebbi loves other cats and follows them around everywhere. He is very chatty and lets his foster family know when he is hungry. He cuddles up in the sofa with his foster mom while watching TV and sleeps at the foot of the bed at night. He is very clean and loves to play, especially with plastic trash from around the house.

Rebbi has been neutered, dewormed, microchipped and vaccinated and is ready for his forever home. Click the button below to offer Rebbi the safe and loving home where he will have plenty to do and where he has the opportunity to be given the love and attention he deserves.