fbpx

Séra Sævar

Séra Sævar - Vesturland

Nafn: Séra Sævar

Kyn: Fress

Litur: Bröndóttur og hvítur

Aldur: um 2 ára

Persónuleiki: Villtur en forvitinn

Leikglaður og matargat

Mjög hrifinn af öðrum kisum

 

Séra Sævar er ungur villingur með mikla möguleika á að mannast og vera skemmtileg viðbót við fjölskylduna.

Honum þykir mjög gaman að því að leika og er algjör gormur.

Hann var afskaplega hræddur og grimmur þegar hann kom fyrst til okkar en með tíma og mikilli vinnu, ást og umhyggju, hafa sjálfboðaliðar okkar náð að draga hann úr skelinni. Hann sýnir framfarir á hverjum og er þyggur núna klapp af og til.

Hann á það til að urra og hvæsa ef hann er óöruggur og þarf því að fara varlega að honum til að byrja með. En ef hann fær góðan mat, nammi og leikið er við hann þá er hann fljótur að taka nýtt fólk í sátt.

Séra Sævar er hrifinn af öðrum köttum svo heimili þar sem er annar köttur væri ákjósanlegast fyrir hann. Sérstaklega ef sá kisi er félagslyndur, en það dregur fram „kettlinga gorm“ hjá Séra Sævari, þótt hann geti verið smá brussa í leik.

Séra Sævar þarf fósturheimili sem er tilbúið að veita honum mikla þolinmæði og vinna meira með hann svo hann treysti mannfólki betur. Við mælum ekki með því að hann fari á heimili með ungum börnum.