Mirra Vestmannaeyjum

Mirra er í Eyjakoti í Vestmannaeyjum. 12. apríl 2019 kom hún í búr hjá okkur í kindakofa í Eyjum. Það stóð til að sleppa henni, en ákveðið var að reyna að manna hana.  Áætlað er að hún hefði verið ca 1 árs þegar hún náðist, þannig að daman er ca 2ja ára í dag.

Við köllum hana oft drottninguna, enda telur hún sig stjórna öllu í kotinu. Til að byrja með var mögulegt að klappa henni aðeins ef hún fékk gott að borða hjá okkur, en nýlega er hún öll að koma til. Núna leyfir hún okkur að klappa sér og bursta á sér feldinn. Hún er yfirleitt frekar róleg en á það alveg til að koma með kettlingunum til að leika með veiðistöng og gefur þeim þá ekkert eftir.

Til að sækja um Mirru smeltu hér

Villikettir