fbpx

Svar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjum

Sæl verið þið og takk fyrir gott spjall og kynningu á félaginu.

Við í framboðinu erum sammála um að það er þarft og gott starf sem þið vinnið. Við höfum ekki formlega dýraverndunarstefnu, en förum að lögum og bæjarmálasamþykktum sem varða velferð dýra. Við höfum áhuga á að skoða betur hvað bærinn getur gert til að tryggja velferð dýra og við erum ánægð með það starf sem þið eruð að vinna og erum opin fyrir samstarfi og samræðum um dýravelferð.

 Helga Kristín Kolbeins

frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum