Samfylkingin í Hafnarfirði leggur áherslu á dýravelferð og vill skoða enn betur með hvaða hætti bærinn geti betur tryggt velferð dýra. Við höfum ekki formlega dýraverndunarstefnu en förum að lögum sem eiga við um velferð dýra. Við höfum hins vegar áhuga á að setja okkur slíka stefnu og munum taka það upp á flokksgrundvelli við fyrsta tækifæri.
Af gefnu tilefni má nefna að þegar ný dýraverndunarlög voru til umfjöllunar fyrr á þessu ári gerði okkar fulltrúi í Umhverfis- og framkvæmdaráði athugasemdir við eldri lög og lét gera á þeim ákveðnar breytingar. Þær breytingar vörðuðu einkum að tekin yrðu út ákvæði um aflífun villtra katta innan ákveðinna tímamarka. Um það ferli má lesa í fundargerðum bæjarins.
Kveðja frá Samfylkingunni í Hafnarfirði
Jón Grétar Þórsson formaður