fbpx

Flauta – höfuðborgarsvæðið

Flauta - Höfuðborgarsvæðið

Nafn: Flauta

Kyn: Læða

Litur: Bröndótt

Aldur: 1 árs

Persónuleiki: 

Varkár og forvitin

Vön öðrum kisum

Hentar ekki með mjög ungum börnum

Flauta var fædd úti og kom til Villikatta um 7 vikna gömul. Hún hefur verið á fósturheimili þar sem gengið hefur mjög vel að manna hana. Hún vill þó ekki láta halda á sér og er ekki mikið fyrir klapp en er smám saman að koma til og mun örugglega þyggja knús og klapp á heimili þar sem hún fær ást, athygli og umhyggu.

Flauta er mjög hrifin af öðrum kisum en hentar ekki á heimili með ungum börnum. Hún er varkár og þarf rólegt og gott heimili. Hún hefur gaman af því að leika og elskar að elta laser. Eins og öðrum unglingum, þykir Flautu gott að sofa til hádegis.

Flauta er geld, örmerkt, ormahreinsuð, bólusett og tilbúin á framtíðarheimili. Hún er yndislegur, glæsilegur og lífsglaður köttur sem yrði hverri fjölskyldu dýrmætur meðlimur um ókomin ár. Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bjóða Flautu okkar öruggt og ástríkt heimili þar sem nóg er um að vera og hún fær alla þá athygli sem hann á skilið.