Lýsing
Viltu hjálpa okkur að hjálpa fleiri villi- og vergangskisum ? Þú getur skráð þig sem félaga hjá Villiköttum og greitt árgjald, 3800 kr. árlega til félagsins og þannig stutt starfið. Skráningin verður virk um leið og búið er að greiða árgjaldið ganga frá skráningu í félagið hér: https://www.villikettir.is/skra-sig-i-felagid/.
Árgjöldin eru notuð til að standa straum af kostnaði við geldingar á villiköttum, læknisþjónustu fyrir villikisur og kettlinga sem er bjargað í hús, fóðurkostnaður, búr, bæli og annar búnaður sem við þurfum til að sinna kisunum.
Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu.
Takk fyrir stuðninginn 🙂